Home

Daglegir viðburðir í Önundarfirði

Daglega Frá 15. júní til 15. ágúst geta ferðamenn og aðrir gengið að því vísu að það sé alltaf eitthvað um að vera á hverjum degi á Flateyri og í nágrenni. Heimamenn ætla að bjóða upp á sjö viðburði sem, hver verður í boði vikulega. Þannig er td. hægt að tefla við heimamenn, fræðast um snjóflóðin með björgunarsveitarmanni eða hlusta á önfirsk ljóð, svo eitthvað sé nefnt. – Listi yfir daglega viðburði sumarsins má nálgast hér að neðan.


Harðfiskverkun
Mánudagar kl. 20:00

Breiðadalsfiskur kynnir harðfiskverkun skref fyrir skref. Allir fá harðfisk að smakka og lítinn gjafapakka ásamt kvöldkaffi hjá Kaffi Sól.

Kynningin fer fram í Breiðadal, í harðfiskiverkun á bakvið Kaffi Sól og kostar 2,000 kr á mann. (1,000 kr fyrir 16 ára og yngri)

Vegna Nýrra Covid sóttvarna verður ekki boðið upp á þennan viðburð lengur.

Sími: 862 1841
Breiðadalsfiskur

Gamla Bókabúðin
Þriðjudagar kl. 20:00

Langafasonur stofnanda verslunarinnar mun leiða fólk um húsið og segja sögu fjölskyldunnar og verslunarinnar.

Haldið í Gömlu Bókabúðinni og er aðgangur ókeypis.

Sími: 840 0600
Gamla Bókabúðin á Flateyri

Snjóflóðaganga
Miðvikudagar kl. 20:00

Björgunarsveitarmaður sem tók þátt í aðgerðum í snjóflóðinu 1995 eða 2020 leiðir göngu um Flateyri og segir frá björgunaraðgerðum og snjóflóðasögu Flateyrar.

Gangan byrjar fyrir framan Gömlu bókabúðina og kostar 2,000 kr fyrir 16 ára og eldri.

Sími: 840 0600

Teflt við Flateyringa
Fimmtudagar kl. 20:00

Skák áhugamenn á Flateyri taka vel á móti þér og tilbúnir að tefla við jafn byrjendur sem stórmeistara.

Teflt er á Bryggjukaffi og er ókeypis fyrir alla.

Vegna Nýrra Covid sóttvarna verður ekki boðið upp á þennan viðburð lengur.

Sími: 863 7662
Bryggjukaffi

Barsvar
Föstudagar kl. 20:00 – ATH breyttur tími!

Mátaðu gáfur þínar við Flateyringa með því að etja kappi við þá á barsvari.

Spurt verður á Vagninum og er þátttaka ókeypis

Vegna Nýrra Covid sóttvarna verður ekki boðið upp á þennan viðburð lengur.

Sími: 456 7751
Vagninn

Kvöld með listamanni
Laugardagar kl. 20:00 – ATH breyttur tími!

Gamlar hetjur í bland við landsþekkta listamenn stíga á hið sögufræga svið Vagnisins öll laugardagskvöld í sumar.

Haldið á Vagninum og verð er breytilegt eftir viðburðum

Vegna Nýrra Covid sóttvarna verður ekki boðið upp á þennan viðburð lengur.

Sími: 456 7751
Vagninn

Önfirskur ljóðalestur
Sunnudagar kl. 15:00

Lesin verða upp ljóð eftir Önfirðinga í bland við önnur merk ljóðskáld á meðan gesir gæða sér á kaffibolla.

L´jóðlesturinn er í Gömlu Bókabúðinni (breytt staðsetning) og er aðgangur ókeypis

Sími: 840 0600
Gamla Bókabúðin á Flateyri


Vefumsjón: jovinsson@gmail.com – s: 8400600