Margvíslega þjónustu er að finna á Flateyri og nágrenni, kaffihús, verslanir og söfn fyrir utan mikla náttúrufegurð og fallegan fjallagarð sem umvefur Önundarfjörð. Í Önundarfirði má nálgast fjölbreytta gistimöguleika, allt frá tjaldsvæði og gistiheimilum yfir í glæsileg hótel og falleg einbýlishús.
Söfn, saga og menning

Gamla Bókabúðin
Elsta upprunalega verslun íslands er í senn verslun og íbúð sem hefur varðveist óbreytt frá fyrri hluta seinustu aldar.
Sími: 840 0600
Vefsíða

Svarta pakkhúsið
Í elsta húsi Flateyrar er hægt að fræðast um harðfiskverkun og sögu hennar.
Sími: 864 29438642943

Harðfisksýning hjá Breiðadalsfiski
Hjá Breiðadalsfiski og Kaffi Sól í Breiðadal er hægt að fræðast um harðfiskverkun.
Sími: 862 1841
Vefsíða

Minnisvarði um snjóflóðið 1995
Minnisvarði um mannskæða snjóflóðið sem féll á Flateyri árið 1995.
.

Alþjóðlegt Dúkkusafn
Í dúkkusafninu má sjá dúkkur frá öllum heimshornum. Staðsett í Félagsbæ á Hafnarstræti.

Strompurinn
Leyfar frá endurreisn hvalveiðistöðarinnar, eftir að hún brann á Sólbakka upp úr árinu 1900.

Söguskilti víðsvegar um Flateyri
Víðsvegar um Flateyri hafa verið sett upp söguskilti við hús og staði þar sem fræðast má um sögu Flateyrar.

Sæunnarhaugur
Í fjörunni í Valþjólfsdal er Sæunnarhaugur, þar sem kýrin Sæunn var heigð, en hún vann sér það til frægðar að synda yfir Önundarfjörð.
Afþreying

Sjóstangveiði á Einfara
Það er fátt sem toppa það að fara á sjóstöng með skipstjóranum sísyngjandi á Einfara.
Sími: 863 7662

Kayakferðir
Hægt er að legja kayak og sigla um Önundarfjörðinn.
Sími: 863 7662

Snjóflóðaganga
Boðið er upp á gönguferðir þar sem sagt er frá Snjóflóðunum á Flateyri. Frekari upplýsingar fást í Bókabúðinni
Sími: 840 0600

Fuglaskoðun
Fuglalífið í botni Önundarfjaðar er mjög öflugt, þar sem finna má margar tegundir fugla í fallegri náttúru.

Gönguferðir um Önundarfjörð
Hægt er að nálgast ókeypis göngukort víðsvegar um fjörðinn.

Sjósund inn í Holti
Holtssandur með sína bryggju er einstök náttúruperla þar sem hvítar sandstrendurnar teygja sig svo langt sem augað eygir.

Sjóstangveiði með ProFishing
Iceland ProFishing leigir út sjóstangveiðibáta og búnað.
Sími: 861 7442
Vefsíða

Fjallaskíði
Í Önundarfirði eru einstakar aðstæður til fjallaskíða-iðkunar. Boðið er upp á ferðir með leiðsögumanni. (Sjá forsíðu)
Sími: 848 0920

Berjamó
Í Önundarfirði er stórt og gott berjaland þar sem finna má bæði aðalbláber og krækiber.

Klofningur
Klofningur samanstendur af stórum kletti sem gengur í sjófram en hefur klofnað í tvennt svo hægt er að ganga inn í hann eða sigla kayak.

Skóræktin við Klofning
Út á klofningi er leyndadómsfullur trjálundur sem gaman er að villast um í, enda alltaf stutt út úr honum.

Snjósleðaferðir
Litlabýli býður upp á fjölbreyttar snjósleðaferðir um Önundarfjörðinn að vetrarlagi. (Sjá forsíðu)
Sími: 848 0920

Ærslabelgur, leiktæki og útigrill
Á því svæði sem fór undir snjóflóðið 1995 hafa verið sett upp leiktæki og útigrill sem öllum er frjálst að nota.

Fótboltavöllur og leiksvæði
Við Sundlaugin á Flateyri er skemmtilegur leikvöllur ásamt gervigras fótboltavelli.

Snjóflóðavarnir
Það er vinsælt að ganga hringinn á snjóflóðavörnunum, og þar er útsýnispallur með sjónskífu.
Verslanir, veitingahús og þjónusta

Gamla Bókabúðin
Gamla Bókabúðin á Flateyri er elsta upprunalega verslun landsins sem selur bækur eftit vigt ásamt minjagripum og sælgæti.
Sími: 840 0600
Vefsíða

Bryggjukaffi
Notalegt lítið kaffihús með frábæra fiskisúpu og dýrindis beyglur.
Sími: 849 3446
Vefsíða

Kaffi Sól
Það eru líklegast ekkert kaffihús með jafn fallegt útsýni yfir fjörðin eins og Kaffi Sól.
Sími: 866 7706
Vefsíða

Sundlaug Flateyrar
Sundlaugin á Flateyri er gríðalega vinsæl meðal heimamanna, enda góð yfirbyggð sundlaug ásamt úti og inni heitum pottum, sána og líkamsrækt. – Svo er alltaf heitt á könnunni.
Sími: 450 8460
Vefsíða

Lýðskóli Flateyrar
Ef þú vilt ekki fara burtu frá Flateyri er um að gera að skrá sig í Lýðskólann á Flateyri.
Sími: 787 6022
Vefsíða

Grænigarður og Grunnskóli
Á Flateyri er glæsilegur leikskóli og Grunnskóli Önundarfjarðar er með kennslu fyrir öll grunnskólastig.

Flateyrarkirkja
Það sakar ekki að grípa í dyrnar á kirkjunni, hún er oft á tíð opin gestum á sumrin.

Dósasöfnun Björgunarsveitar
Björgunarsveitin tekur á móti tómum dósum í gám sinn fyrir utan björgunarsveitarhúsið

Gunnukaffi
Gunnukaffi er í senn lítil matvöruverslun, kaffihús og skyndibitastaður.
Sími: 847 8412
Vefsíða
Gistiþjónusta

Bergshús
Hægt er að legja þetta sögufræga hús sem hefur verið gert upp á vandaðan og smekklegan hátt.

Gamla Bókabúðin
Í elstu upprunalegu verslun Íslands er hægt að gista í gömlu kaupmannsíbúðinni.
Sími: 840 0600
Vefsíða

Sólbakki
Stórt og mikið hús sem er hægt að legja út í heilu lag. Fallegt útsýni yfir Flateyri og fjörðinn allan..

Korpudalur Hostel
Sveita gistiheimili í botni Önundarfjaðar umkringt fjöllum og fuglum.
Sími: 456 7808
Vefsíða

Brynjukot
Kvenfélagið Brynja á og rekur Brynjukot sem er lítið einbýlishús sem gestir geta leigt í heilu lagi.
Sími: 864 2943
Vefsíða

Hvilft
Hvilft er fyrsta steinsteypta húsið í Önundarfirði. Húsið er hægt að legja í heilu lagi og njóta þess útsýnis sem það hefur upp á að bjóða.

Veiðikofar ProFishing
Iceland ProFishing leigir út 9 sumarbústaði sem rúma 5 einstaklinga hver.
Sími: 861 7442
Vefsíða

Sæból á Ingjaldssandi
Ef þú vilt komast burtu frá öllum og njóta náttúrinnar í einrúmi er Sæból, við enda fjarðarsins, staðurinn fyrir þig.
Sími: 848 0920
Vefsíða

Litlabýli
Stórt og bjart hús þar sem stórfjölskyldan getur dvalið saman í hjarta Flateyrar.
Sími: 848 0920
Vefsíða
Vefumsjón: jovinsson@gmail.com – s: 8400600