Langir laugardagar á Flateyri

Alla laugardaga í vetur, frá 1. janúar – 1. maí verður líf og fjör á Flateyri og í Önundarfirðinum öllum. Öll helsta þjónusta verður opin auk þess sem boðið verður upp á dagsferðir um vetrarríki Önundarfjarðar og gönguskíðabrautir verða troðnar víðsvegar um fjörðinn. Það fer þó allt eftir veðri og færð og einnig gæti dagskrá riðlast vegna sóttvarnareglna.

Önundarfjörðurinn hefur upp á margt skemmtilegt að bjóða. Fjörðurinn er fallegur á sumrin en algjör paradís á veturnar þar sem mætast snjór, fjöll, sandfjörur og sægrænn sjór. Þá er Önundarfjörðurinn eitt helsta fjallaskíðasvæði Vestfjarða og norðurljósasýn í firðinum er einstök.

Á Flateyri er boðið upp á margvíslega þjónustu og veitingar ásamt einstökum gistimöguleikum. Allt sem nærir sál og líkama, hvort sem það er í dagsferð fyrir fjölskylduna, helgarferð hjá vinahópnum og allt þar á milli.


Eftirfarandi þjónusta verður í boði alla laugardaga í vetur á Flateyri.

Kaffi sól og gönguskíði
Opið frá 12:00 – 17:00 alla laugardaga

Troðin gönguskíðabraut í Breiðadal og á Holtsengjum. Upplagt að fá sér heitt kaffi, kakó og kökur á Kaffi Sól eftir útiveruna.

Sími: 866 7706
Kaffi sól

Gamla Bókabúðin
Opið frá 12:00 – 16:00 alla laugardaga

Verið velkomin í elstu upprunalegu verslun Íslands þar sem hægt er að kaupa bækur og umhverfisvænar sápur eftir vigt í bland við fallegar og vandaðar gjafavörur.

Sími: 840 0600
Gamla Bókabúðin á Flateyri

Gunnukaffi
Opið frá 12:00 – 19:00 alla laugardaga

Gómsætir hamborgarar, vængir, samlokur og annað sem mettar svanga maga.

Sími: 456 7710
Gunnukaffi

Sundlaug Flateyrar
Opið frá 13:00 – 16:00 alla laugardaga.

Frábær innilaug með útipottum, sauna og líkamsræk, svo er auðvitað alltaf heitt á könnunni.

Sími: 450 8460
Sundlaug Flateyrar

Boltaskóli fyrir börn
Verður í boði þegar sóttvarnarreglur leyfa.

(Boltaskólinn byrjar þegar sóttvarnarreglur leyfa) Skemmtilegur boltaskóli í íþróttahúsinu fyrir hressa krakka á aldrinum 3-7 ára. Aðgangur ókeypis.

Sími: 450 8460
Sundlaug Flateyrar

Vagninn
Opið frá klukkan 18:00 – 22:00 alla laugardaga.

Vinalegasti skemmtistaður landsins verður opinn alla laugardaga eins og sóttvarnarreglur leyfa.

Sími: 456 7751
Vagninn


Eftirfarandi ferðir er hægt að panta alla daga á Flateyri í vetur.

Kayakferð
Kayakferðin tekur um 1,5 klst.

Skemmtilegar kajakferðir í Önundarfirði þar sem öll fjölskyldan getur notið þess að upplifa ný ævintýri saman.  Kajakferð er ógleymanleg upplifun. Við róum undir glæsilegum fjöllum sem umkringja sérlega fallegan Önundarfjörðinn og skoðum okkur um í fjöruborðinu.

Bókanir í síma: 848 0920
Frekari upplýsingar

Snjóflóðaganga
Gangan tekur um 1,5 – 2 klst.

Björgunarsveitarmaður sem tók þátt í aðgerðum í snjóflóðinu á Flateyri 2020 segir frá framvindu og björgunaraðgerðum ásamt því að fara yfir snjóflóðasögu Flateyrar og upplifuna hans af snjóflóðinu árið 1995 sem krakki.

Bókanir í síma: 840 0600
Frekari upplýsingar

Fjallaskíðaferð
Fjallaskíðaferðirnar taka 4 eða 6 klst.

Í Önundarfirði og á svæðinu í kring eru einstakar aðstæður og endalausir möguleikar til fjallaskíðaiðkunar fyrir byrjendur og lengra komna. Í boði eru lengri eða styttri ferðir með leiðsögumanni og skutl í bíl á milli fjarða.

Bókanir í síma: 848 0920
Frekari upplýsingar

Snjósleðaferð
Snjósleðaferðirnar taka 1,5 – 2 klst.

Farið er á snjósleðum frá Flateyri upp í fjallið fyrir ofan bæinn þar sem er stórkostlegt útsýni yfir einn fallegasta fjörð á Íslandi. Ferðina er einnig hægt að fara á kvöldin þegar himininn er upplýstur af norðurljósum. 

Bókanir í síma: 848 0920
Frekari upplýsingar

Snjóþrúguferð
Snjógþrúgugangan tekur um 4 klst.

Boðið er upp á lengri og styttri dagsferðir þar sem gengið er á snjóþrúgum um einstaka náttúru Önundarfjarðar, mikilfenglega fjallasýn og frábært útsýni.

Bókanir í síma: 848 0920
Frekari upplýsingar


Vefumsjón: jovinsson@gmail.com – s: 8400600