Fjallaskíðaferðir með leiðsögumanni

Í Önundarfirði og á svæðinu í kring eru einstakar aðstæður og endalausir möguleikar til fjallaskíðaiðkunar fyrir byrjendur og lengra komna. Í boði eru lengri eða styttri ferðir með leiðsögumanni og skutl í bíl á milli fjarða. Það er einnig í boði að leigja daglangt snjósleða og ökumann fyrir þá sem vilja fara fleiri ferðir en þeir nenna að þramma.

Í Önundarfirði eru nokkrar skemmtilegar fjallaskíðaleiðir sem liggja upp á fjöllin hér í kring (Veðrarárfjall, Þorfinnur, Eyrarfjall). Í boði er að hefja uppgöngu í botni Súgandafjarðar og skíða niður í Önundarfjörð. Að auki er afar vinsæl og ægifögur leið sem liggur frá Syðri Dal í Bolungarvík og yfir í Súgandafjörð með möguleikanum á því að fara einnig upp úr Súgandafirði og yfir í Önundarfjörð, eftir nokkrum leiðum.

Ferðir taka á bilinu 4-6 klukkustundir og henta þeim sem hafa einhverja reynslu af fjallaskíðum eða eru góð á svigskíðum. Leiðsögumenn okkar eru þaulreyndir á fjallaskíðum. Þeir meta aðstæður hverju sinni út frá veðri og snjóalögum og því er leiðaval í þeirra höndum.

Hafðu samband og fáðu upplýsingar um þá möguleika sem í boði eru.

Verð: 4 klst. ferð: kr. 19.500 / 6 klst. Ferð: kr. 22.900
Þeir sem mæta með eigin fjallaskíða- og öryggisbúnað fá 30% afslátt.
Innifalið: Leiðsögn, bílfar og allur sérhæfður öryggisbúnaður (ýlir, stöng og skófla)
Lengd: 4-6 klst.
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4
Erfiðleikastig: Meðal / erfitt
Aldurstakmark: 16 ára
Hvað þarf ég?: Útbúnaðarlisti er sendur þátttakendum í tölvupósti
Framboð: Ferðin er háð veðri og snjóalögum
Bóka ferð: Litlabýli – s. 848 0920 / litlabyli@gmail.com