Gönguferðir á snjóþrúgum

Boðið er upp á lengri og styttri dagsferðir þar sem gengið er á snjóþrúgum um einstaka náttúru Önundarfjarðar, mikilfenglega fjallasýn og frábært útsýni.

Ferðir taka um 4 klukkustundir og í boði er fjöldi ólíkra leiða sem henta öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af gönguferðum og hafa líkamlegan styrk til slíkra ferða. Leiðsögumenn okkar eru þaulreynt fjallafólk. Þeir meta aðstæður hverju sinni út frá veðrum og snjóalögum og því er leiðaval í þeirra höndum.

Verð: 4 klst ferð: 19.500 kr
Innifalið: Leiðsögn og allur sérhæfðu öryggisbúnaður. Þeir sem mæta með eigin snjóþrúgur og öryggisbúnað fá 30% afslátt
Lengd: 4 klst.
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4
Erfiðleikastig: Meðal / erfitt
Aldurstakmark: 16 ára
Hvað þarf ég?: Hlý útiföt, vatnsheldur jakki og buxur, góðir vetrargönguskór, húfa og vettlingar, lítill bakpoki, vatnsbrúsi, nægur vökvi, orka og nesti
Framboð: Ferðin er háð veðri og snjólögum
Bóka ferð: Litlabýli – s. 848 0920 / litlabyli@gmail.com