Kajakferðir með leiðsögumanni

Skemmtilegar kajakferðir í Önundarfirði þar sem öll fjölskyldan getur notið þess að upplifa ný ævintýri saman.  Kajakferð er ógleymanleg upplifun. Við róum undir glæsilegum fjöllum sem umkringja sérlega fallegan Önundarfjörðinn og skoðum okkur um í fjöruborðinu.

Ferðin tekur um 1,5 klukkustund og hentar hvort sem er byrjendum eða lengra komnum. Mögulegt er að róa að klettinum Klofningi sem skagar á undraverðan hátt út í fjörðinn en það lengir ferð í 2-2,5 klst. Leiðsögumenn okkar eru þaulreyndir kajakræðarar sem hugsa fyrst og fremst um öryggi gesta sinna. Þeir meta aðstæður hverju sinni út frá vindátt og vindstyrk og því er leiðarval í þeirra höndum. Róðurinn hefst þó alltaf í höfninni á Flateyri þar sem er lítil vík og auðvelt að athafna sig. Róið er á eins manns bátum sem eru mjög stöðugir. 

Verð: 10.000 kr. á mann.
Innifalið: Leiðsögn og allur sérhæfður búnaður
Lengd: 1,5 klst.
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4
Erfiðleikastig: Auðvelt
Aldurstakmark: 16 ára
Hvað þarf ég?: Hlý föt, hlýja vettlinga, létta skó og vatnsheldan jakka og buxur
Framboð: Ferðin er háð veðri
Bóka ferð: Litlabýli – s. 848 0920 / litlabyli@gmail.com