´Í Önundarfirði eru margir árlegir viðburðir

Í byrjun febrúar.

Stútungur

Stútungur er eitt elsta og skemmtilegasta þorrablót landsins sem hefur verið haldið í tæp hundrað ár. Mikil áhersla er lögð á vönduð og fyndin skemmtiatrið þar sem bæjarbúar og aðrir sem hafa komið við sögu á árinu fá það óþvegið. Boðið er upp á þorramat í bland við annan nútímamat.


6. – 7. Júní 2020

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn á Flateyri er haldin hátíðlegur með öllu því helsta sem góður sjómannadagur hefur upp á að bjóða, skemmtisiglingar, bryggjufjör, messa, köku- og pylsuát að ógleymdum sjómannadansleik.

Facebooksíða Björgunarsveitarinnar


26 – 27. Júní 2020

Götuveislan á Flateyri

Götuveistlan á Flateyri er bæjarhátíð Flateyringa þar sem þeir koma saman, grilla, gleðjast, syngja og skemmta sér eins og þeim einum er lagið.

Facebooksíða Götuveislunnar


Sandkastalakeppnin í Holti

1. Ágúst 2020

Sandkastalakeppnin á Holtsfjöru er elsta og fjölmennasta árlega sandkastalakeppni Íslands, enda aðstaðan í fjörunni í Holti frábær á allan hátt. Þarna koma fjölskylsur, vinir og vinnuhópar saman til að eiga góðan dag í sjó og á landi.


1. Ágúst 2020

Sandsball

Sandsball er einstök skemmtun á Ingjaldssandi þar sem dansað er fram á sólarupprás fyrir utan og innan eins minnsta samkomuhúss Íslands.

Facebooksíða Átthafafélagsnins Vorblóms


13. – 16. Ágúst 2020

Gamanmyndahátíð Flateyrar

Gamanmyndahátíð Flateyrar er fyndnasta kvikmyndahátíð Íslands. Samhliða því að bjóða upp á úrval nýrra og eldri gamanmynda er boðið upp á matarveislur, leiksýingar, uppistand, tónleika og margt fleira.

Heimasíða Gamanmyndahátíðar Flateyrar


2. Ágúst 2020

Íslandsmótið í Kubb

Íslandsmótið í Kubb fer fram á Flateyri á Verslunarmannahelginni og hefur þátttakendum fjölgað ár frá ári, enda til mikils að vinna, fyrir utan sjálfan íslandsmeistaratitilinn.


29. Ágúst 2020

Sæunnarsund

Kýrin Sæunn komast á sundi frá slátrara sínum þegar hún slapp frá honum á Flateyri og synti alla leið yfir fjörðinn í Valþjófsdal. Á hverju ári reynda vaskir sundkappar að feta í klaufspor Sæunnar og synda yfir Önundarfjörð.

Facebooksíða Sæunarsundsins


Allar uppl´ýsingar hér á síðunni eru birtar með fyrirvara um breyttar dagsetningar og annað sem kann að breytast.