Snjósleðaferðir um Önundarfjörð

Farið er á snjósleðum frá Flateyri upp í fjallið fyrir ofan bæinn þar sem er stórkostlegt útsýni yfir einn fallegasta fjörð á Íslandi. Ferðina er einnig hægt að fara á kvöldin þegar himininn er upplýstur af norðurljósum. 

Ferðin tekur um 1,5 – 2 klukkustundir og mögulegt er að keyra snjósleða eða sitja aftan á hjá leiðsögumanni sem farþegi. Leiðsögumenn okkar eru þaulreyndir fjalla- og snjósleðamenn. Þeir meta aðstæður hverju sinni út frá veðrum og snjóalögum og því er leiðaval í þeirra höndum.

Verð: 19.900 kr.
Innifalið: Leiðsögn, snjósleði og allur sérhæfðu öryggisbúnaður
Lengd: 1,5 -2 klst.
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 2
Erfiðleikastig: Meðal / erfitt
Aldurstakmark: 16 ára
Hvað þarf ég?: Hlý föt, góðir vetrarskór, húfa og vetrarhanskar
Framboð: Ferðin er háð veðri og snjólögum
Bóka ferð: Litlabýli – s. 848 0920 / litlabyli@gmail.com